70/30 Gunna Maggý

Opnunartímar

Á netinu

Staðsetning

Á netinu

Hafa samband

779 6757

Samfélagsmiðlar

Að hanna er eins og að anda með heilanum, segir Guðrún Margrét hönnuður. Ferlið verður mjög tilfinningalega tengt og nær hápunkti þegar hugvit, útlit og virkni falla í ljúfa löð.
Hönnun í mínum huga þýðir ekki að eiga fullt heldur þvert á móti, að eiga fátt sem þjónar þér og þínu lífi og þú getur átt lengi.Hæg hönnun/slow design er þar sem hönnun mín á heima.  Ég tel hana eins þarfa náttúrunni og öllu því sem bærist á jarðkúlunni eins og höfuðáttirnar eru ferðalangnum úti í víðáttunni uppi á hálendinu. Þess vegna smíða ég líka skó, skraddara saumaða því það er varla hægt að vera meira á staðnum, í núinu en nákvæmlega á því augnabliki þar sem rúmlega 200 skref eru uppfyllt til að skó par geti litið dagsins ljós.
Ég hef einnig dálæti af hönnun sem þjónar fleiri en einum tilgangi, eins og Hvítlauksskálin sem í senn er verkfærið og borðabúnaðurinn í eina og sama hlutnum.
Og þess vegna vinn ég þar sem ég bý. 

Deila