Um DDR

Það gerist eitthvað undursamlegt þegar þú sérð fallega og vel hannaða hluti. Hugurinn fer á flug og án þess að þú áttir þig á því, hefur bros myndast á vörum þínum. Við í Design District Reykjavík hvetjum þig til að njóta alls þess nýjasta í hönnun á Íslandi. Hér geturðu kynnst nýjustu og frumlegustu hönnuðunum ásamt þeim sem eru klassískari og allt þar á milli. Þú kynnist meðal annars nýjum línum fyrir heimilið, í fatahönnun, í húsgagnahönnun, skartgripum og siðferðislegri hönnun. Góð hönnun tekur þig í ferðalag og kynnir þig fyrir nýjum hugmyndum og öðru sjónarhorni þannig að þú færð ferskar hugmyndir. Með þessu ferðalagi endurnýjast þú á vissan hátt, þótt ekki sé nema að litlu leiti, í hvert sinn sem þú heimsækir okkur. Er það ekki svolítil snilld? Við óskum þér góðrar ferðar.

Design District Reykjavik hefur verið styrkt af Miðborgarsjóði Reykjavíkur.