Helga útskrifaðist sem Skartgripahönnuður frá Listaháskólanum í Edinborg árið 2007. Hún sækir innblástur í hafið en á sumrin eyðir hún löngum tímum norður á Ströndum við fjörulall. Rekaviður, silfur og sköturoð eru aðal hráefnin sem Helga notast við en með þeim nær hún fram sínum eigin stíl, sem einkennist af einskonar framköllun á teikningu í gegnum þrívíða hluti. Allir hlutirnir eru handgerðir á vinnstofu Helgu í Reykjavík.