Varðveisla er vörulína með ílátum úr steinleir. Ílátin eru hönnuð fyrir matargerð, neyslu og varðveislu matvæla. Þau auðvelda matargerð með náttúrulegum ferlum þar sem örverur eru við stjórn. Fimmhyrnd form ílátanna eru fengin úr náttúrunni. Áferðin, liturinn og mynstrið utan á leirnum koma frá hráefninu sem unnið er með í matreiðslunni. Ílátin eru handgerð og er því hvert ílát einstakt. Fengist er við aðferðir sem byggja á gömlum hefðum í matargerð og þær færðar í nútíma hönnun.
Inga Kristín Guðlaugsdóttir er vörhönnuður sem hefur stundað leirkerjagerð um árabil. Hún hefur mikinn áhuga á matargerð og sambandi líkamans við matvæli sem stuðla að góðri heilsu. Inga fæst við hönnun nytjahluta til matargerðar og neyslu matvæla.