Flétta

Opnunartímar

Á netinu

Staðsetning

Á netinu

Hafa samband

Samfélagsmiðlar

Staðbundin framleiðsla og vakning um verðmæti fráfallsefna í ýmiss konar iðnaði og framleiðslu hér á landi hefur verið áherslan í verkefnum vöruhönnuðanna Birtu Rósar Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur sem saman reka hönnunarstofuna Fléttu.

Flétta sýnir loftljós úr gömlum verðlaunagripum á HönnunarMars í ár. Ljósin eru hluti af Trophy verkefninu sem þær kynntu á HönnunarMars í fyrra. Trophy ljósin eru gerð úr gömlum verðlaunagripum frá einstaklingum og íþróttafélögum á Íslandi og er ætlað að endurheimta þann ljóma sem gripirnir höfðu ef til vill glatað. Önnur verkefni Fléttu eru handgerðar mottur, framleiddar á Íslandi úr gömlum gallabuxum, sem safnast hjá Fatasöfnun Rauðakrossins á Íslandi og kertastjakar sem eru mótaðir í leir á mínútu og eru ætlaðir til að skapa samtal um handverk og innlenda framleiðslu.

Deila