Skúmaskot

Opnunartímar

Mánudaga – Laugardaga 11:00 – 18:00
Sunnudaga 11:00 – 17:00

Staðsetning

Skólavörðustígur 21a, 101 Reykjavik

Hafa samband

+354 663 1013

Samfélagsmiðlar

Skúmaskot er handverks-, tísku- og listmunaverslun sem hefur komið sér vel fyrir í húsnæði gömlu Fatabúðarinnar á Skólavörðustíg 21a. Þegar gengið er inn í búðina opnast litríkur heimur af íslensku handverki og lismunum sem leynast í hverju skúmaskoti búðarinnar, upp um alla veggi og í hverri hillu. Þar fæst allt frá málverkum, fatnaði, skartgripum og keramiki til textíls, heimilisvara og glermuna. Fjölbreytnin og sköpunargleðin ræður ríkjum í þessu litla listaskoti.
Að Skúmaskoti standa 7 listamenn og hönnuðir, þeir skiptast á að vera á staðnum sem gerir Skúmaskot að einstakri og persónulegri verslun.

Deila

Share on facebook
Share on email