Hildur Hafstein

Opnunartímar

Monday – Friday 11:00 – 18:00
Saturday 12:00 – 16:00
Sunday Closed

Staðsetning

Klapparstígur 40, 101 Reykjavik, Iceland

Hafa samband

+354 777 1553 /+354 771 1177

Samfélagsmiðlar

Hildur Hafstein er fædd í Svíþjóð, alin upp á Íslandi og hefur búið og starfað á Spáni.  Hún er eigandi og aðalhönnuður skartgripamerkisins Hildur Hafstein og rekur litla verslun og vinnustofu á Klapparstíg 40 í miðbæ Reykjavíkur.  Eftir nám í textíl og fatahönnun á Íslandi og Spáni og störf í fata, stílista og búningageiranum snéri hún sér að skartgripum og stofnaði Hildur Hafstein árið 2010.

Skart og skraut af ýmsum toga hafa lengi fylgt mannkyninu, frá fjöðrum, beinum, steinum og ýmsum málmum til skartgripa eins og við þekkjum í dag.  Hildur lítur til sögunnar og náttúrunnar eftir innblæstri.  Menning sígauna, hippatíminn , táknfræði og austræn heimspeki eru henni hugleikin og náttúrusteinar og orkan sem þeim fyglir spila stórt hlutverk í hönnun og vinnslu gripanna.
Hildur notar sterling silfur, 9 kt gull og náttúrusteina í skartið og það er handgert í Reykjavík og Valencia á Spáni þar sem hún rak vinnustofu í nokkur ár.
Það er alltaf falleg meining í gripunum, hvort sem það er orkan í steinunum eða táknin í forminu og hún leitast eftir því að gripirnir næri bæði augu og anda.

Deila

Share on facebook
Share on email