Fischer

Opnunartímar

Monday – Friday 12:00 – 18:00
Saturday 12:00 – 16:00
Sunday Closed

Staðsetning

Fischersund 3, 101 Reykjavík

Hafa samband

+354 553 9344

Samfélagsmiðlar

Fischer er ilmhús staðsett í miðborg Reykjavíkur sem byggir á upplifun og skynjun. 
Stofnað árið 2017 af systkinunum og listamönnunum Ingibjörgu, Jónsa, Lilju og Sigurrós. Í vörum okkar skín í gegn mikil ástríða fyrir íslenskum lækningajurtum. Ótvíræður lækningamáttur þeirra og einstakur ilmheimur hefur verið okkur innblástur til þess að búa til sérstæð ilmvötn, náttúrulegar snyrtivörur í vistvænum umbúðum, ásamt handgerðum listmunum í takmörkuðu upplagi. Einnig hefur Fischer reglulega staðið að upplifunum, svo sem ilmsýningunni Fnykur: Brot úr Ilmsögu Íslands, Ilmfinning á Hönnunarmars, Sounds of Fischer svo eitthvað sé nefnt.

Kíktu við í Fischer þar sem allar skynjanir eru virkjaðar til þess að koma á jafnvægi. Upplifuðu ilm, áferð, tónlist og einstaka hluti og gangið endurnærð út í daginn.

Deila

Share on facebook
Share on email