Ísafold, stofnað 2011, er tösku og veskja vörumerki í eigu Heiðrúnar Bjarkar Jóhannsdóttur. Hún sækir innblástur sinn í umhverfið, fólk á götum úti og áberandi persónur en grænlenskur bakgrunnur Heiðrúnar er líka áberandi, þar sem litir og hrjóstrug náttúra Grænlands birtist í hönnuninni. Aðal markmið vörumerkisins er að standa út úr fjöldanum með einföldum en fjölnota handtöskum sem hægt er að nota við allskyns kringumstæður. Allar töskurnar eru hannaðar og handgerðar af Heiðrúnu sjálfri í verkstæðinu hennar í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem sýningarsalur Ísafoldar er einnig staðsettur.